Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. mars 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einn af mest spennandi leikmönnum þýska boltans velur Tyrkland
Can Uzun.
Can Uzun.
Mynd: Getty Images
Can Uzun, sem þykir einn mest spennandi leikmaður þýska boltans, hefur ákveðið að spila frekar með tyrkneska landsliðinu en því þýska.

Florian Plettenberg, fréttamaður á Sky í Þýskalandi, greinir frá þessum tíðindum í dag.

Uzun er 18 ára gamall fjölhæfur sóknarsinnaður miðjumaður sem hefur á þessu tímabili skorað 12 mörk í 21 leik í þýsku B-deildinni með Nürnberg.

Hann hafði val um að spila fyrir Þýskaland eða Tyrkland og hefur ákveðið að spila frekar fyrir tyrkneska landsliðið. Plettenberg segir að Uzun sé búinn að láta menn hjá þýska knattspyrnusambandinu vita af sínu plani.

Hamit Altintop, sem er í stjórn tyrkneska knattspyrnusambandsins, spilaði stórt hlutverk í ákvörðun Uzun. Altintop lék áður lengi í Þýskalandi með Schalke og Bayern München, og þá spilaði hann 82 landsleiki fyrir Tyrkland.
Athugasemdir
banner
banner