„Náttúrulega súr, við töpum hérna og erum ósáttir við það. En svona er þetta bara, það þarf bara að halda áfram - það þýðir ekkert að vera að væla þetta,'' sagði Aðalsteinn Aðalsteinsson eftir 3-0 tap Fram gegn Þór í Inkasso deild karla í dag.
Lestu um leikinn: Þór 3 - 0 Fram
„Ég er alveg sammála því. Mér fannst dómgæslan orka tvímælis og vissulega setti svip sinn á þennan leik, okkur í óhag,'' sagði Aðalsteinn þegar hann var spurður útí áhrif rauða spjaldsins og hvort að menn hefði misst hausinn í kjölfar þess.
Aðalsteinn var nokkuð sáttur við spilamennsku sinna manna í seinni hálfleik en sagði að þetta hefði verið erfitt eftir rauða spjaldið.
„Þetta var alltaf á brattann að sækja. Við fáum mörk á okkur úr fríspörkum, sem að við eigum að fá en fáum mark á okkur í staðinn og ég er ósáttur við það. En strákarnir lögðu sig fram og börðust allan tímann, þannig að ég er sáttur við það.''
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir