
Þórhallur Víkingsson þjálfari HK/Víkings var að vonum sáttur með jafntefli sinna stelpna gegn Selfyssingum í Pepsideildinni í dag. Í fyrsta skipti í sögunni náði HK/Víkingur að halda sér uppi.
Lestu um leikinn: Selfoss 1 - 1 HK/Víkingur
„Það er bara frábært, fyrsta skipti sem að HK/Víkingur heldur sér í deild."
„Þetta var baráttuleikur og örugglega ekkert skemmtilegur á að horfa. Lítið um færi og það var barist á báða bóga. 1-1 niðurstaðan og ég held að bæði lið geti verið sátt með það."
„Þetta var skemmtilegt fótboltaveður. Rigning, bleyta og erfitt að ná stjórn á boltanum, það kom svolítið niður á spilinu fannst mér."
Eins og fyrr segir er þetta í fyrsta skipti sem að liðið heldur sér í deild en er Þórhallur sáttur með sumarið í heild sinni?
„Þetta er bara jákvætt skref fyrir okkur. Við ætlum okkur meiri hluti í framtíðinni í kvennaboltanum og þetta er eitt skref í þá átt. Við erum ekkert farin að pæla í næsta tímabili. Við klárum þessa tvo leiki og förum síðan á fullu í það."
Viðtalið við Þórhall má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir