Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 10. febrúar 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
M'Vila á leið til WBA
Mynd: EPA
Franski miðjumaðurinn Yann M'Vila er á leið til enska B-deildarfélagsins West Browmich Albion en þetta segir blaðamaðurinn Santi Aouna í dag.

M'Vila er 33 ára gamall og spilar sem varnarsinnaður miðjumaður en hann er með fremur áhugaverða ferilskrá.

Frá 2010 til 2012 spilaði hann 22 landsleiki fyrir Frakkland en var settur í tveggja ára bann af franska fótboltasambandinu eftir að hann fór á djammið í verkefni með U21 árs landsliðinu og var það endirinn á annars stuttum landsliðsferli hans.

M'Vila hefur spilað fyrir félög á borð við Rennes, Inter, Rubin Kazan, Sunderland og St. Etienne, en síðast var hann á mála hjá Olympiakos í Grikklandi.

Frakkinn yfirgaf Olympiakos síðasta sumar og verið án félags síðan, en nú styttist í endurkomu hans.

Samkvæmt Aouna mun M'Vila skrifa undir fjögurra mánaða samning við WBA í ensku B-deildinni, en það verður gengið frá helstu smáatriðum á næstu dögum.

WBA er í 5. sæti með 48 stig og gerir sér miklar vonir um að komast í umspil.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner