Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 11. febrúar 2024 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andrea Rán íhugar að spila á Íslandi í sumar
Mynd: Club America
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net íhugar Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir að spila á Íslandi í sumar. Hún lék síðast á Íslandi árið 2021 en það sumarið hélt hún frá uppeldisfélaginu Breiðabliki til Houston Dash í Bandaríkjunum.

Í kjölarið lék hún svo með tveimur félögum í Mexíkó. Fyrst Club America og svo Mazatlan seinni hluta síðasta árs. Bæði leika í Liga MX deildinni, efstu deild.

Andrea er 28 ára miðjumaður sem á að baki tólf A-landsleiki og var síðast í landsliðshópnum haustið 2021. Í þessum tólf leikjum hefur Andrea skorað tvö mörk.

Við skipti sín til félaga vestanhafs og veruna þar öðlaðist Andrea fullt af fylgjendum á samfélagsmiðlum og er t.a.m. með 125 þúsund fylgjendur á Instagram.

Á ferli sínum hefur Andrea leikið með Breiðabliki, háskólaliði University of South Florida, franska liðinu Le Havre, Houston Dash, Club America og svo Mazatlan.
Athugasemdir
banner