Douglas Luiz var rétt í þessu að jafna metin fyrir Aston Villa gegn Manchester United á Villa Park.
Leon Bailey tók hornspyrnu sem Villa-menn börðust um í teignum, en United náði að hreinsa boltanum frá.
Þó ekki lengra en aftur á Bailey sem setti hann á nærstöngina þar sem Luiz skóflaði honum upp í þaknetið.
Luiz fagnaði fyrir framan André Onana, markvörð United, með því að hrista axlirnar, United-mönnum ekki til mikillar skemmtunar.
Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan. Staðan er 1-1 þegar rúmar fimm mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma.
Sjáðu markið og fagnið
Athugasemdir