Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 10. júlí 2024 14:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samsungvellinum
Jökull: Ungir leikmenn sem standa sig vel fá athygli
'Held að við séum allir á því að við ætlum að fara áfram og gera meira úr þessari Evrópukeppni en bara þetta einvígi'
'Held að við séum allir á því að við ætlum að fara áfram og gera meira úr þessari Evrópukeppni en bara þetta einvígi'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Evrópukvöld eru öðruvísi og hluti af því er að það er vel mætt og læti í stúkunni'
'Evrópukvöld eru öðruvísi og hluti af því er að það er vel mætt og læti í stúkunni'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þessi leikmannahópur á mikið hrós skilið fyrir hvernig hann nálgast hlutina, hvort sem það gengur vel eða illa, menn eru tilbúnir að leggja meira á sig. Það er mjög öflugt'
'Þessi leikmannahópur á mikið hrós skilið fyrir hvernig hann nálgast hlutina, hvort sem það gengur vel eða illa, menn eru tilbúnir að leggja meira á sig. Það er mjög öflugt'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenska félagið Utrecht hefur fylgst með Helga Fróða Ingasyni.
Hollenska félagið Utrecht hefur fylgst með Helga Fróða Ingasyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan situr í 6. sæti Bestu deildarinnar. Einn besti sigur liðsins var gegn Val í 3. umferð.
Stjarnan situr í 6. sæti Bestu deildarinnar. Einn besti sigur liðsins var gegn Val í 3. umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það gefur auga leið'
'Það gefur auga leið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun tekur Stjarnan á móti norður-írska liðinu Linfield í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Seinni leikurinn fer svo fram ytra viku síðar.

Þeir Jökull Elísabetarson og Hilmar Árni Halldórsson sátu fyrir svörum á fréttamannafundi á Samsungvellinum í dag.

Ótrúlega skemmtilegt og stefnan sett áfram
Stjarnan spilaði síðast í Evrópu fyrir þremur árum síðan. Liðið féll þá úr leik gegn írska liðinu Bohemians í 1. umferð forkeppninnar.

„Það gefur liðinu helling að taka þátt í Evrópukeppni, ótrúlega skemmtilegt. Þetta brýtur sumarið upp. Það getur myndast alvöru samheldni í þessum ferðalögum út, bara ógeðslega gaman. Það er ógeðslega gaman að fá að taka þátt í þessu aftur," sagði miðjumaðurinn Hilmar Árni.

„Við leggjum þetta upp þannig að við eigum möguleika á því að komast áfram og auðvitað viljum við gera það. Eins og Hilmar kemur inn á þá er ansi margt sem liðið getur fengið út úr þessu, margt sem getur gert liðið betra bara á því að vera saman í þessu. Ég held að við séum allir á því að við ætlum að fara áfram og gera meira úr þessari Evrópukeppni en bara þetta einvígi," sagði þjálfarinn Jökull.

Getur munað öllu
Hversu miklu máli skiptir að það verði full stúka og mikill stuðningur við liðið í leiknum?

„Það skiptir gríðarlegu máli. Við höfum oft talað um stuðningsmennina okkar og á morgun geta þeir gefið okkur mjög mikið. Ef við fáum sömu stemningu frá fólkinu okkar og við höfum fengið frá þeim þegar þeir hafa gefið okkur hvað mest, það getur munað öllu," sagði Jökull.

„Ég tek undir það, Evrópukvöld eru öðruvísi og hluti af því er að það er vel mætt og læti í stúkunni. Við erum fullir tilhlökkunar," sagði Hilmar Árni.

Vilja leggja meira upp úr fótboltanum aftur
Stjarnan hefur ekki átt frábæru gengi að fagna í Bestu deildinni það sem af er tímabili. Liðið er í 6. sæti. Jökull var spurður hvort það væri hægt að endurræsa sig alveg eða eru teknir hlutir úr síðustu leikjum inn í leikinn á morgun?

„Við tökum margt út úr síðustu tveimur leikjum. Hlutirnir hafa aðeins breyst hjá okkur, við höfum lagt aðeins meira í að vera þéttari og meiri samheldni inn á vellinum þegar kemur að forminu á okkur. En við viljum fara bæta í fótboltann líka, það hefur aðeins orðið undir og dregið úr því á móti. Að mörgu leyti er það eðlilegt þegar athyglin verður meiri á einhverju öðru, en við þurfum að fara aftur þangað; að bæta fótboltann."

„Við erum ekki að sökkva okkur í einhverju þunglyndi varðandi einhverja leiki sem fóru illa einhvern tímann. Alls ekki. Þessi leikmannahópur á mikið hrós skilið fyrir hvernig hann nálgast hlutina, hvort sem það gengur vel eða illa, menn eru tilbúnir að leggja meira á sig. Það er mjög öflugt,"
sagði þjálfarinn.

David Healy er stjóri Linfield. Hann er fyrrum leikmaður Manchester United og er markahæsti leikmaður í sögu norður-írska landsliðsins. Jökull man eftir honum sem leikmanni en man betur eftir honum í tölvuleiknum sáluga Championship Manager.

Einn meiddur og þrír tæpir
Það eru ekki allir heilir í leikmannahópi Stjörnunnar. Guðmundur Baldvin Nökkvason missir af báðum leikjunum og þeir Jóhann Árni Gunnarsson, Daníel Laxdal og Andri Adolphsson eru tæpir fyrir leikinn á morgun.

„Það eru alltaf einhverjir aðeins tæpir, Jói og Andri eru tæpir en verða með okkur í hóp. Við erum ekki bjartsýnir að þeir geti spilað mikið á morgun. Danni Lax er að koma til baka, meiddist aðeins gegn Víkingum, verður í hóp og ætti að geta tekið þátt," sagði Jökull.

Ungir leikmenn sem standa sig vel fá athygli
Margir ungir leikmenn eru í hópnum hjá Stjörnunni og einhverjir af þeim að vekja athygli á sér erlendis. Veit Jökull til þess að það verði einhverjir njósnarar á leiknum á morgun?

„Ég hef ekki hugmynd um það, og pæli svo sem ekkert í því. Ég held að hvorki þjálfarateymi, leikmannahópurinn og alls ekki einstaklingurinn megi við því að missa einbeitinguna þangað. Auðvitað þurfum við hinir að hjálpa þeim einstaklingum sem eru að fá athygli að halda einbeitingu. Við þjálfararnir og aðrir í kringum liðið og svo leiðtogarnir í liðinu sem erum í því. Það hefur ekki borið á því að það sé endilega vandamál. Eina sem ég veit er að ungir leikmenn sem standa sig vel fá athygli," sagði Jökull.

Hilmar var spurður hvernig væri að vera í þessum hópi þar sem eru margir efnilegir leikmenn og sumir af þeim þegar orðnir nokkuð reynslumiklir.

„Það er ógeðslega gaman. Þessi hópur er mjög einstakur. Þetta eru ótrúlega hæfileikaríkir strákar, þess vegna eru þeir hérna. Þeir fá ekkert gefins, hafa unnið fyrir sínu. Það er frábært 'attitude' í þessum drengjum og það mun vonandi skila þeim lengra en þetta."

Gefur auga leið
Hilmar er á sínu öðru tímabili eftir að hafa misst út heilt tímabil vegna hnémeiðsla. Hann var spurður út í endurkomuna.

„Endurkoman gekk ágætlega. Allir sem hafa slitið krossband vita að þetta er ekki eins einfalt og að mæta bara aftur á völlinn, það eru hæðir og lægðir í þessu og maður tekur bara dag frá degi."

Ertu betri núna heldur en fyrir ári síðan? „Já já, það gefur auga leið," sagði Hilmar og brosti.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner