Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 10. júlí 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hilmar Árni: Fengum 300 klippur til að skoða
Hilmar Árni er ansi seigur leikgreinandi sjálfur.
Hilmar Árni er ansi seigur leikgreinandi sjálfur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við erum vel undirbúnir og það er alltaf gaman að takast á við öðruvísi týpur'
'Við erum vel undirbúnir og það er alltaf gaman að takast á við öðruvísi týpur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar í fyrra og tryggði sér sæti í Evrópu.
Stjarnan endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar í fyrra og tryggði sér sæti í Evrópu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Klukkan 19:00 á morgun mætast Stjarnan og norður-írska liðið Linfield í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikurinn er fyrri leikurinn í tveggja leikja einvígi liðanna í 1. umferð forkeppninnar.

Á morgun verður leikið á Samsungvellinum og seinni leikurinn fer fram ytra eftir viku.

Þeir Jökull Elísabetarson og Hilmar Árni Halldórsson sátu fyrir svörum á fréttamannafundi á Samsungvellinum í dag.

Spila breskan fótbolta
„Við erum búnir að skoða mjög mikið efni af þeim og teljum okkur vita ansi margt. Þeir eru mjög breskir, spila breskan fótbolta eins og við sáum á Englandi fyrir einhverjum árum síðan; líður vel með langa bolta, eru stórir og sterkir og eiga margar fyrirgjafir. Þeir eru það lið í deildinni þeirra sem eru hvað mest í því."

„Varðandi möguleikana á morgun þá eru klárlega möguleikar í stöðunni, við höfum klárlega trú á þessu, en það er erfitt að gera sér almennilega grein fyrir getustiginu hjá þeim út frá bara myndböndum. Ef við erum á okkar degi í þessum tveimur leikjum þá eru klárlega möguleikar fyrir okkur,"
sagði Jökull þjálfari Stjörnunnar.

Þurfa að nýta það
Stjarnan er á miðju tímabili en Linfield er á undirbúningstímabili.

„Við höfum tekið þátt í svona Evrópueinvígi áður og við þurfum að nýta það að þeir eru hugsanlega ekki í sínu besta formi. Þetta eru alltaf öðruvísi leikir, mikið undir. Þetta eru mjög skemmtilegir leikir, þeir munu væntanlega mæta massífir og agressífir. Vonandi verður bara hörkuleikur úr þessu," sagði miðjumaðurinn Hilmar Árni.

Frekar agressíft heldur en passíft
Jökull var spurður út í taktískt upplegg í einvíginu, ætlar hann að reyna keyra á andstæðinganna í fyrri leiknum eða bíða og sjá?

„Ég held að við förum frekar agressíft inn í þetta heldur en passíft. Á okkar velli þá viljum við auðvitað spila fótbolta, spila okkar leik. Við munum leggja upp með það."

„Þeir hafa ekki verið hápressulið. Í fyrri leiknum er mjög mikilvægt að við náum að vera mjög hreyfanlegir og spila hratt, það er algjört lykilatriði. Á þessum tímapunkti erum við ekki farnir að leggja upp seinni leikinn, þegar við komum í hann þá vitum við meira um þá. Það er ekkert óhugsandi að það verði ekki nákvæmlega sama leikplan í báðum leikjum. Við viljum fara inn í fyrri leikinn af miklum krafti og með miklu hugrekki,"
sagði Jökull.

Fengu 300 klippur til að skoða
Er búið að nefna einhverja leikmenn sem þarf að loka á?

„Þjálfararnir eru búnir að fara vel yfir Linfield. Ég held að leikmannahópurinn hafi fengið sendar einhverjar 300 klippur eða svo af liðinu. Við erum vel undirbúnir og það er alltaf gaman að takast á við öðruvísi týpur," sagði Hilmar Árni.
Athugasemdir
banner
banner
banner