Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 12. febrúar 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Sárkvalinn Morata gæti verið lengi frá
Mynd: EPA
Spænski sóknarmaðurinn Alvaro Morata gæti verið frá út tímabilið eftir að hafa meiðst illa í 1-0 tapi Atlético Madríd gegn Sevilla í gær.

Morata meiddist á hné undir lok fyrri hálfleiks og þurfti að fara af velli en útlitið er ekki gott.

Framherjinn mun fara í frekari rannsóknir á næstu sólarhringum en óttast er að hann hafi slitið krossband.

Ef svo er þá mun hann ekki spila meira á þessu tímabili og líklega ekki snúa aftur fyrr en í byrjun næsta tímabils.

Morata hefur skorað 13 mörk í La Liga á þessu tímabili og 19 mörk í heildina ef allar keppnir eru teknar inn í dæmið.

Atlético er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti og er þá komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Það yrði því mikið reiðarslag að vera án Morata næstu mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner