Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   mán 12. febrúar 2024 14:02
Elvar Geir Magnússon
Sjö í framboði til stjórnar KSÍ - Borghildur gefur ekki kost á sér áfram
Borghildur Sigurðardóttir.
Borghildur Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Pétursson býður sig fram í stjórn KSÍ.
Máni Pétursson býður sig fram í stjórn KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net
Borghildur Sigurðardóttir varaformaður KSÍ gefur ekki kost á sér áfram í stjórn sambandsins. Ársþingið fer fram 24. febrúar og eru sjö í framboði en frestur rann út um helgina.

Sjö hafa boðið sig fram til stjórnar og keppast þar um fjögur sæti.

Tveggja ára kjörtímabili lýkur hjá Sigfúsi Ásgeiri Kárasyni og Pálma Haraldssyni og gefa þeir kost á sér áfram. Ívar Ingimarsson stígur til hliðar eins og hann hafði áður tilkynnt.

Ingi Sigurðsson, fyrrum stjórnarmaður KSÍ, býður sig fram að nýju. Þorkell Máni Pétursson og Sveinn Gíslason eru í framboði eins og fjallað hefur verið um og þá bjóða Pétur Marteinsson og Sigurður Örn Jónsson sig einnig fram.

Sjö hafa boðið sig fram til stjórnar (keppast um fjögur sæti):
Ingi Sigurðsson
Pálmi Haraldsson
Pétur Marteinsson
Sigfús Ásgeir Kárason
Sigurður Örn Jónsson
Sveinn Gíslason
Þorkell Máni Pétursson

Tveggja ára kjörtímabili eftirtaldra í stjórn KSÍ lýkur á 78. ársþingi KSÍ 24. febrúar nk.:
Borghildur Sigurðardóttir
Ívar Ingimarsson
Sigfús Ásgeir Kárason
Pálmi Haraldsson

Auk ofangreindra sitja í stjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2025):
Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
Helga Helgadóttir
Tinna Hrund Hlynsdóttir
Unnar Stefán Sigurðsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner