Þróttur Vogum hefur fengið til sín vænan liðsstyrk fyrir komandi tímabil en Jóhannes Karl Bárðarson og Eiður Baldvin Baldvinsson eru komnir til félagsins frá Víkingi og KR.
Jóhannes Karl er 20 ára gamall miðjumaður og kemur frá Víkingi R.
Á síðasta ári spilaði hann 18 leiki fyrir Ægi og Þrótt Vogum, en hann kom til Þróttara í lok gluggans á síðasta ári og kláraði sumarið með liðinu.
Eiður Baldvin er 19 ára gamall sóknarmaður sem kemur á láni frá KR.
Eiður hefur verið að gera góða hluti með KR-ingum á undirbúningstímabilinu en hann kom til félagsins frá Þrótti Reykjavík á síðasta ári. Árið 2022 spilaði hann þrjá leiki fyrir Þrótt R. í Lengjudeildinni.
Báðir leikmenn verða löglegir þegar Þróttur V. mætir KV í Lengjubikarnum 17. febrúar næstkomandi.
Athugasemdir