Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 12. apríl 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Haidara gerði nýjan samning við Leipzig - 30 milljóna söluákvæði
Mynd: EPA
Amadou Haidara er búinn að gera nýjan samning við þýska félagið RB Leipzig sem gildir næstu tvö árin, til sumarsins 2026.

Haidara er varnarsinnaður miðjumaður sem er eftirsóttur af ýmsum félögum í Evrópu og hefur enska úrvalsdeildarfélagið Brighton reynt að kaupa hann í síðustu félagsskiptagluggum, en þær tilraunir hafa ekki borið árangur.

Haidara er 26 ára gamall og á 176 leiki að baki fyrir Leipzig, þar af 21 á yfirstandandi leiktíð. Hann er mikilvægur hlekkur á miðju liðsins og er auk þess lykilmaður í landsliði Malí.

Fabrizio Romano greinir frá því að í nýja samningi Haidara við Leipzig sé söluákvæði sem hljóðar upp á um það bil 30 milljónir evra.

Haidara er því falur fyrir 30 milljónir í þegar félagsskiptaglugginn opnar aftur í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner