Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   mið 13. júní 2018 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Blikar lögðu spræka Fylkismenn
Blikar náðu í góðan sigur.
Blikar náðu í góðan sigur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 0 Fylkir
1-0 Andri Rafn Yeoman ('65 )
2-0 Willum Þór Willumsson ('81 )
Lestu nánar um leikinn

Breiðablik og Fylkir áttust við á Kópavogsvelli í seinni leik kvöldsins í Pepsi-deild karla. Fyrr í kvöld var Valssigur niðurstaðan í Vestmannaeyjum.

Í Kópavogi gat Breiðablik haldið pressu á Valsmenn með sigri.

Blikarnir gerðu bara nákvæmlega það. Fylkismenn byrjuðu betur og voru sterkari aðilinn þegar fyrsta mark leiksins kom. Það gerði Andri Rafn Yeoman fyrir Breiðablik á 65. mínútu. Fylkismenn voru búnir að fá nokkur góð færi fyrir markið en náðu ekki að nýta þau.

Áður en yfir lauk bætti Willum Þór Willumsson, sem lagði upp mark Andra, við marki fyrir Breiðablik og gerði þannig út um leikinn. Markið var virkilega laglegt hjá Willum.

„Geggjað mark og geggjuð móttaka. Sveinn Aron skallar boltann á Willum eftir aukaspyrnu, Willum tekur boltann niður og neglir honum örugglega í netið. Virkilega vel gert," sagði Matthías Freyr Matthíasson í beinni textalýsingu er Willum skoraði.

Blikar sigldu sigrinum heim, lokatölur 2-0. Breiðablik er í öðru sæti einu stigi á eftir Val. Fylkir er í sjötta sæti með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner