Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
   mán 13. ágúst 2018 22:03
Magnús Þór Jónsson
Óli Jó: Við leggjum allt undir á fimmtudaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Jó var kampakátur eftir frábæra frammistöðu og 4-0 sigur Vals á Grindvíkingum í kvöld.

"Ég er mjög ánægður, þetta var góð frammistaða og fínn fótbolti á köflum, þrjú góð stig, það var það sem við stefndum á."

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 Grindavík

Bjarni Ólafur Eiríksson var ekki með Valsmönnum í kvöld, ástæðan?

"Hann er meiddur".

Pedersen setti þrennu í kvöld og sýndi flotta frammistöðu.

"Patrick er búinn að vera í frosti í smá tíma, þannig að það var frábært að fá hann í gang, vonandi heldur það bara áfram.  Hann er toppsenter".

Grindvíkingar réðu lítið við Valsara, sér í lagi í fyrri hálfleik, voru þeir slakari en hann bjóst við?

"Það er þannig í fótbolta að það eru tvö lið, annað liðið hefur boltann og við vitum það alveg...en mér fannst frammistaða Grindvíkinganna í fyrri hálfleik eitt það daprasta sem ég hef séð til þeirra.  Ég verð nú bara að segja það!"

Framundan hjá Val er stórt verkefni, hvernig metur Óli stöðu Valsara fyrir seinni leikinn við Sheriff?

"Ég met það bara helmingslíkur. Þegar við drógumst á móti þeim leist mér ekki alltof vel á en eftir að hafa skoðað þá og núna spilað við þá met ég þetta 50 - 50.  Ég skora á alla Valsmenn að koma hérna og styðja okkur.  Fylla völlinn. Það er mikilvægt fyrir félagið og strákana að komast áfram, við leggjum allt undir á fimmtudaginn!"

Nánar er rætt við Óla í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner