Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 13. ágúst 2018 22:03
Magnús Þór Jónsson
Óli Jó: Við leggjum allt undir á fimmtudaginn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Jó var kampakátur eftir frábæra frammistöðu og 4-0 sigur Vals á Grindvíkingum í kvöld.

"Ég er mjög ánægður, þetta var góð frammistaða og fínn fótbolti á köflum, þrjú góð stig, það var það sem við stefndum á."

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 Grindavík

Bjarni Ólafur Eiríksson var ekki með Valsmönnum í kvöld, ástæðan?

"Hann er meiddur".

Pedersen setti þrennu í kvöld og sýndi flotta frammistöðu.

"Patrick er búinn að vera í frosti í smá tíma, þannig að það var frábært að fá hann í gang, vonandi heldur það bara áfram.  Hann er toppsenter".

Grindvíkingar réðu lítið við Valsara, sér í lagi í fyrri hálfleik, voru þeir slakari en hann bjóst við?

"Það er þannig í fótbolta að það eru tvö lið, annað liðið hefur boltann og við vitum það alveg...en mér fannst frammistaða Grindvíkinganna í fyrri hálfleik eitt það daprasta sem ég hef séð til þeirra.  Ég verð nú bara að segja það!"

Framundan hjá Val er stórt verkefni, hvernig metur Óli stöðu Valsara fyrir seinni leikinn við Sheriff?

"Ég met það bara helmingslíkur. Þegar við drógumst á móti þeim leist mér ekki alltof vel á en eftir að hafa skoðað þá og núna spilað við þá met ég þetta 50 - 50.  Ég skora á alla Valsmenn að koma hérna og styðja okkur.  Fylla völlinn. Það er mikilvægt fyrir félagið og strákana að komast áfram, við leggjum allt undir á fimmtudaginn!"

Nánar er rætt við Óla í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner