Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   sun 14. apríl 2024 21:21
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Frederik Schram varði víti í markalausu jafntefli í Árbæ
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni gegn Fylki
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni gegn Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frederik Schram varði vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks
Frederik Schram varði vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 0 - 0 Valur
0-0 Orri Sveinn Stefánsson ('42 , misnotað víti)
Lestu um leikinn

Fylkir og Valur gerðu markalaust jafntefli í 2. umferð Bestu deildar karla á Würth-vellinum í Árbæ í kvöld.

Valsarar áttu nokkur ágætis færi í byrjun leiks. Patrick Pedersen átti skot yfir markið og þá varði Ólafur Kristófer Helgason vel frá Gylfa Þór Sigurðsson stuttu síðar.

Fylkismenn fengu hins vegar bestu færin í fyrri hálfleiknum. Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk sendingu frá Ómari Birni Stefánssyni inn fyrir vörnina en Halldór setti boltann rétt framhjá markinu.

Undir lok hálfleiksins dró til tíðinda er Gísli Laxdal braut af sér í teig Valsmanna. Vítaspyrna dæmd og var það Orri Sveinn Stefánsson sem var sendur á punktinn.

Vítaspyrna Orra var alls ekki nógu góð og var Frederik Schram ekki í miklum vandræðum með að handsama boltann.

Markalaust í hálfleik en Fylkismenn komu sterkir inn í síðari hálfleikinn.

Guðmundur Tyrfingsson átti hörkuskot á 58. mínútu sem Frederik þurfti að hafa sig allan í að verja. Glæsileg varsla frá honum.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok kom Pedersen sér í dauðafæri í teig Fylkismanna en hitti ekki boltann. Kristinn Freyr Sigurðsson átti í kjölfarið skot sem fór af varnarmanni og aftur fyrir.

Snemma í uppbótartíma vildu Fylkismenn fá aðra vítaspyrnu er Theodór Ingi Óskarsson var tekinn niður í teignum en Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, sleppti því að flauta í þetta sinn.

Niðurstaðan markalaust jafntefli í Árbæ. Valsmenn, með alla þessa breidd, eflaust vonsviknir að hafa ekki gert meira til að loka þessum leik, en það má ekki taka neitt af Fylkismönnum sem fengu svo sannarlega tækifærin til að taka öll stigin.

Fylkir er með eitt stig á meðan Valur er með fjögur eftir tvo leiki.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 8 7 0 1 19 - 7 +12 21
2.    Breiðablik 8 6 0 2 21 - 11 +10 18
3.    Valur 8 4 3 1 13 - 8 +5 15
4.    Stjarnan 8 4 1 3 14 - 9 +5 13
5.    FH 8 4 1 3 13 - 13 0 13
6.    Fram 8 3 3 2 9 - 9 0 12
7.    KR 8 3 2 3 15 - 14 +1 11
8.    ÍA 8 3 1 4 15 - 11 +4 10
9.    HK 8 2 1 5 8 - 15 -7 7
10.    Vestri 8 2 1 5 7 - 18 -11 7
11.    KA 8 1 2 5 11 - 20 -9 5
12.    Fylkir 8 1 1 6 10 - 20 -10 4
Athugasemdir
banner
banner