Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   sun 14. apríl 2024 17:49
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Okkur líður ömurlega
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að tilfinningin í hópnum sé ömurlegt eftir 1-0 tapið gegn Crystal Palace á Anfield en vonir Liverpool um að vinna titilinn eru litlar eftir tapið.

Liverpool fékk mörg dauðafæri til þess að jafna leikinn og jafnvel vinna, en leikmenn liðsins fóru illa með færin.

Palace spilaði mjög góðan leik á Anfield og nældi sér í þrjú mikilvæg stig en Liverpool er nú í 3. sæti í deildinni, tveimur stigum frá toppnum.

„Við fengum betri færi en það sem Curtis Jones fékk. Við erum með færið sem Nunez fékk þar sem hann skýtur af fullum krafti en það hefði ekki verð séns fyrir markvörðinn að verja. Svipað með Diogo Jota og svo færið hans Mohamed Salah. Boltinn fer af leikmanni Palace sem stendur á línunni. Þetta er bara hræðilegt, en við skoruðum ekki,“ sagði Klopp.

„Við fengum önnur augnablik og þá erum við bara að tala um þessi svakalegu færi. Þannig er þetta. Okkur líður ömurlega og þurfum smá tíma til að melta þetta. Þetta er mjög slæmt augnablik og annar heimaleikurinn í röð sem við töpum og það er eitthvað sem við erum ekki vanir.“

„Við þurfum að sjá hvernig við bregðumst við þessu. Við þurfum að vinna í því og munum gera það, en ég get ekki sagt núna að þetta sé byrjunarreitur fyrir rest tímabilsins. Það er alla vega ekki tilfinningin akkúrat núna,“
sagði Klopp enn fremur.

Það jákvæða fyrir Klopp og lærisveina hans er að Arsenal tapaði óvænt fyrir Arsenal, 2-0, á heimavelli. Það neikvæða er að nú leiðir Manchester City titilbaráttuna, en Man City á nokkuð auðvelt prógram eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner