Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   mið 14. september 2022 08:00
Aksentije Milisic
Xavi segir að Barcelona hefði átt skilið að vinna Bayern
Frá leiknum í gær.
Frá leiknum í gær.
Mynd: EPA

Bayern Munchen og Barcelona áttust við í C-riðli í gær í Meistaradeild Evrópu.


Staðan var markalaus í hálfleik en Barcelona var betra liðið á vellinum og fékk nokkra góða sénsa til að komast í forystu.

Það gekk ekki eftir en Manuel Neuer átti flottan leik í marki heimamanna en gestirnir byrjuðu einnig síðari hálfleikinn að krafti.

Eftir einungis nokkrar sekúndur átti Raphinha skot sem sleikti stöngina en á 50. mínútu breyttist leikurinn þegar Lucas Hernandez stangaði knöttinn inn eftir hornspyrnu.

Í kjölfarið gekk Bayern á lagið og kláraði leikinn með flottu marki frá Leroy Sane.

„Við áttum miklu meira skilið úr þessum leik," sagði Xavi þjálfari Börsunga.

„Að mínu mati spiluðum við betur heldur en Bayern, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Við áttum skilið að vinna hérna."

Barcelona er með þrjú stig í riðlinum alveg eins og Inter Milan er Bayern er með sex. Þá er Viktoria Plzen á botninum eins og við mátti búast.


Athugasemdir
banner
banner
banner