PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   mið 17. apríl 2024 10:53
Elvar Geir Magnússon
Þýskaland styrkti stöðu sína í baráttunni við England um auka Meistaradeildarsæti
Mynd: EPA
Magnaður sigur Borussia Dortmund gegn Atletico Madrid í gær voru frábæra fréttir fyrir Þýskaland í baráttunni um að fá fimmta Meistaradeildarsætið.

Þýskaland fékk stig fyrir sigurinn og aukastig fyrir að koma liði inn í undanúrslitin.

Þýskaland er því með 17.214 stig í öðru sæti. Ítalía er efst með 18.428 en tvær þjóðir fá auka sæti í Meistaradeildinni.

England er með 16.750 stig og vonast til að náð öðru sætinu af Þjóðverjum. Það gæti reynst mikilvægt að Arsenal nái að vinna Bayern München í kvöld og komast í undanúrslitin.

Hinar Evrópukeppnirnar telja líka og viðureign West Ham og Bayer Leverkusen í Evrópudeildinni á fimmtudag gæti haft mikil áhrif.
Athugasemdir
banner
banner
banner