Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   fim 18. apríl 2024 08:58
Elvar Geir Magnússon
Ræða um að stuðningsmenn Man City hafi haft truflandi áhrif á eigið lið
Bernardo Silva skaut beint á markið úr vítaspyrnu sinni.
Bernardo Silva skaut beint á markið úr vítaspyrnu sinni.
Mynd: Getty Images
Það urðu um 40 sekúndna tafir í vítakeppninni í viðureign Manchester City og Real Madrid þar sem stuðningsmenn City fyrir aftan markið neituðu að láta boltann af hendi.

Þetta átti sér stað meðan Bernardo Silva var að búa sig undir að taka víti. Silva skaut svo beint á markið meðan Andriy Lunin markvörður Real Madrid stóð kjurr og varði auðveldlega.

Daily Mail segir að þeir stuðningsmenn Manchester City sem vildu ekki skila boltanum eftir að Luka Modric hagði brugðist bogalistin í spyrnunni á undan beri að hluta til ábyrgð.

„Þessi bið gæti hafa tekið hann úr sambandi. Hann þurfti að bíða lengi og ofhugsaði mögulega spyrnuna, fór úr jafnvægi. Þetta var slök spyrna," segir Joleon Lescott, fyrrum leikmaður City.

Rio Ferdinand tekur undir það og segir leiðinlegt að stuðningsmenn City hafi tafið að spyrnan yrði framkvæmd. Silva hafi augljóslega orðið pirraður þegar boltinn var ekki að skila sér.

Real Madrid vann vítakeppnina og mun mæta Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner