Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 19. febrúar 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fær að stýra slóvakíska landsliðinu samhliða Napoli
Mynd: Getty Images
Francesco Calzona er við það að taka við þjálfarastarfinu hjá Napoli af Walter Mazzarri, en Calzona starfar í dag sem aðalþjálfari slóvakíska landsliðsins og hefur gert flotta hluti þar.

Calzona hefur fengið leyfi frá slóvakíska knattspyrnusambandinu til að fara í viðræður við Napoli og fær hann að stýra landsliðinu áfram samhliða því að þjálfa Ítalíumeistarana ef rætist úr samningsviðræðum.

Samningur Calzona við slóvakíska landsliðið rennur út 31. júlí, eftir að EM lýkur í Þýskalandi. Slóvakía tryggði sér sæti á lokamótinu með að komast upp úr undanriðli sem innihélt meðal annars Ísland og Portúgal.

Mögulegt er að Calzona verði ráðinn í kvöld eða á morgun, áður en Napoli spilar við Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner