Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Miðasala á umspilsleikinn gegn Serbíu er hafin
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Serbíu í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar og munu liðin fyrst eigast við í Serbíu og svo á Íslandi, eða nánar tiltekið á Kópavogsvelli.

Miðasala er hafin á umspilsleikinn sem fer fram í Kópavogi þar sem aðgangsverð er ekki nema 2,500 krónur fyrir fullorðna og 750 krónur fyrir 16 ára og yngri.

Leikurinn fer fram klukkan 14:30 þriðjudaginn 27. febrúar, en fyrri leikurinn verður spilaður í Serbíu föstudaginn 23. febrúar.

Ísland var með Þýskalandi og Danmörku auk Wales í riðli í Þjóðadeildinni og endaði í þriðja sæti, með 9 stig eftir 6 umferðir. Stelpurnar okkar stóðu sig hetjulega og unnu meðal annars frækinn sigur á útivelli gegn Dönum í lokaumferðinni, sem kom í veg fyrir að þær dönsku kæmust í úrslitakeppnina.

Serbía endaði í öðru sæti síns riðils í B-deild Þjóðadeildarinnar og fær því þennan umspilsleik við Ísland í tilraun til að tryggja sér sæti í A-deildinni.

Hlekkur á miðasölu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner