Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   lau 20. apríl 2024 15:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Laglegt mark hjá Birni Daníel tryggði FH sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK 0 - 2 FH
0-1 Ástbjörn Þórðarson ('67 )
0-2 Björn Daníel Sverrisson ('80 )
Rautt spjald: Atli Hrafn Andrason, HK ('82)
Lestu um leikinn


FH hefur nú unnið tvo leiki í röð eftir að liðið lagði HK í Kórnum í dag.

Heimamenn fengu fyrsta færið þegar Tumi Þorvarsson skallaði boltann að marki en Sindri Krstinn Ólafsson sá við honum. Stuttu síðar komst Björn Daníel Sverrisson í frábært færi en setti boltann í slánna.

Arnór Borg Guðjohnsen kom inn á sem varamaður og hann var ekki lengi að láta til sín taka.

Hann átti hnitmiðaða sendingu inn á teig HK þar sem Ástbjörn Þórðarson var mættur og kláraði færið vel og kom FH yfir.

Björn Daníel innsiglaði sigur FH með glæsilegu marki. Ísak Óli Ólafsson átti frábæra sendingu frá sínum eigin vallarhelmingi inn á vítateig HK beint á Björn sem tók frábærlega á móti boltanum og setti boltann snyrtilega í netið.

HK lék manni færri síðustu mínúturnar þegar Atli Hrafn Andrason var rekinn af velli þegar hann virtist slá frá sér.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 7 6 0 1 18 - 7 +11 18
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 7 4 0 3 11 - 11 0 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    KR 7 3 1 3 13 - 12 +1 10
7.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
8.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 7 2 0 5 5 - 16 -11 6
11.    KA 7 1 2 4 11 - 15 -4 5
12.    Fylkir 7 0 1 6 7 - 19 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner