Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   lau 20. apríl 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vitesse fær 18 mínusstig vegna tengsla við Roman Abramovich
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Hollenska fótboltafélagið Vitesse Arnhem fékk dæmd 18 mínusstig úr hollensku deildinni vegna viðskiptatengsla við rússneska ólígarkann Roman Abramovich, sem er fyrrum eigandi Chelsea.

Vitesse vermdi botnsæti efstu deildarinnar í Hollandi fyrir ákvörðun hollenska fótboltasambandsins en liðið er núna í langneðsta sæti með -1 stig í heildina, og er þegar fallið úr deildinni stærðfræðilega séð.

Þetta er mikill skellur fyrir félagið sem hefur verið í efstu deild í Hollandi síðustu 35 ár í röð.

Vitesse hefur ákveðið að áfrýja ekki ákvörðun fótboltasambandsins af ótta við að missa réttinn til að keppa í hollenska fótboltapýramídanum.

Samband Vitesse við Abramovich var mjög mikið þegar Rússinn átti Chelsea og var iðinn við að senda unga og efnilega leikmenn til Vitesse á lánssamningum.

Abramovich, sem er tengdur Vladimir Putin Rússlandsforseta, var neyddur til að selja enska úrvalsdeildarfélagið eftir innrás Rússlandshers inn í Úkraínu í febrúar 2022.

Það var enska blaðið Guardian sem átti meginþátt í því að koma upp um falin viðskiptatengsl Abramovich við Vitesse.

Félagið hefur beðist afsökunar á framferði sínu og þakkar fyrir að fá að halda keppnisleyfinu.
Athugasemdir
banner
banner