Leifur Andri Leifsson fyrirliði HK var svekktur í leikslok eftir 3-2 tap gegn KR í Vesturbænum.
Leifur telur að í stöðunni 3-0 fyrir KR hafi það ekki gefið rétta mynd af leiknum.
„Við vorum bara klaufar að fá á okkur þrjú mörk þarna og við fengum alveg fullt af tækifærum sjálfir sem við náðum bara ekki að nýta nægilega vel. Þannig að já, ég er frekar svekktur," sagði Leifur eftir leikinn.
Leifur telur að í stöðunni 3-0 fyrir KR hafi það ekki gefið rétta mynd af leiknum.
„Við vorum bara klaufar að fá á okkur þrjú mörk þarna og við fengum alveg fullt af tækifærum sjálfir sem við náðum bara ekki að nýta nægilega vel. Þannig að já, ég er frekar svekktur," sagði Leifur eftir leikinn.
Lestu um leikinn: KR 3 - 2 HK
Leifur Andri var þó ánægður með karakterinn í lokin en fannst góði kaflinn koma aðeins of seint. Leifur segir að HK-liðið geti vel staðið í hvaða liði sem er í deildinni
„Já við erum líka með það hugarfar og vitum alveg að ef við náum upp okkar leik þá getum við gefið öllum liðum leik og unnið öll liðin í deildinni"
Nánar er rætt við Leif Andra í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir