Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   þri 20. ágúst 2024 14:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Formaður Fylkis: Engin hamingja með þessa myndatöku
Myndin umtalaða.
Myndin umtalaða.
Mynd: KR
Præst er 24 ára danskur miðjumaður sem kom til Fylkis fyrir tímabilið.
Præst er 24 ára danskur miðjumaður sem kom til Fylkis fyrir tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann hefur komið við sögu í öllum 19 leikjum liðsins í deildinni og skorað þrjú mörk.
Hann hefur komið við sögu í öllum 19 leikjum liðsins í deildinni og skorað þrjú mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll tjáði sig um Præst í kringum leikinn gegn HK.
Rúnar Páll tjáði sig um Præst í kringum leikinn gegn HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og frægt er orðið birti KR mynd af Matthias Præst, leikmanni Fylkis, í KR treyjunni síðasta þriðjudagskvöld.

Það var á gluggadegi og var Præst búinn að skrifa undir samning sem tekur gildi eftir að yfirstandandi tímabili lýkur.

Fótbolti.net ræddi við Ragnar Pál Bjarnason, formann fótboltadeildar Fylkis, og var hann spurður út í Præst.

„Rúnar fór alveg þokkalega yfir þetta í viðtölum. Það gefur auga leið að það var engin hamingja með þessa tilkynningu eða þessa myndatöku. En hún breytir ekki stóru myndinni fyrir okkur eða hann. Við styðjum hann, hann er okkar maður og hann mun standa sig fyrir okkur þangað til að yfir lýkur," segir Ragnar.

Slúðrað hefur verið um það að símtal hafi komið úr Vesturbænum í Árbæinga eftir myndbirtinguna og KR-ingar reynt að ganga frá kaupunum. Ragnar var spurður út í þessa sögu.

„Þeir gerðu okkur fleiri en eitt tilboð í hann. Við heyrðum alveg í þeim oftar en einu sinni og þeir voru mjög áfjáðir í að fá hann strax, lögðu sig alla fram við að fá hann. En við vildum alls ekki missa hann."

„Það kom ekki símtal til mín eftir að myndin var birt. KR lagði mikla áherslu á hann og gerðu fleiri en tvö tilboð í hann þennan dag. Við erum bara í þeirri stöðu að mega ekki við því að missa svona mann,"
segir Ragnar.

Það sem Rúnar Páll sagði við Vísi:
„Ég gef ekki neitt fyrir þetta. Hann er sjálfstæður einstaklingur og tekur sínar ákvarðanir um hvað hann vill gera við sinn fótboltaferil. Hann ákvað að gera þetta. Það er bara eins og það er."

„Auðvitað er ekki heppilegt að þessi mynd skuli birtast og hann játar það alveg. Það var ekki ætlunin að þessi mynd skyldi birtast. En snillingarnir í Vesturbænum gerðu það til þess að fá það fram að við myndum samþykkja tilboð í hann. Svona vinna þeir,“
sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn gegn HK.

Það sem Rúnar Páll sagði við Fótbolta.net:
„Hann var nú kannski plataður til þess en hann sér eftir því drengurinn og við bara stöndum með honum. Þetta er okkar leikmaður og hluti af öflugri liðsheild, hvað hann gerir síðan eftir tímabilið þegar samningurinn hans rennur út er ekki okkar mál."

„Var það heppilegt eða ekki, það var ekki heppilegt að mynda sig í KR treyjunni, við erum öll sammála um það. Það er búið og við styðjum Matthias, hann er öflugur leikmaður okkar, fram í nóvember.“


Fylkir er í harðri fallbaráttu. Eins og er eru HK, Fylkir, Vestri og KR í fallbarátu.
Innkastið - Blikar gripu loks gæsina og vond ára yfir Val
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner