Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fim 15. ágúst 2024 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Gula Spjaldið 
Albert Brynjar: Heimskur að láta taka mynd af sér í treyjunni
Mynd: KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar er fyrrum leikmaður Fylkis og stuðningsmaður liðsins.
Albert Brynjar er fyrrum leikmaður Fylkis og stuðningsmaður liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR reyndi undir lok félagaskiptagluggans að krækja í danska sóknarsinnaða miðjumanninn Matthias Præst frá Fylki. Præst er samningsbundinn út tímabilið og reyndi KR að kaupa hann yfir í Vesturbæinn. Það tókst ekki, en hann er þó búinn að skrifa undir þriggja ára samning sem tekur gildi eftir að tímabilinu lýkur.

KR tilkynnti um þann samning á þriðjudagskvöldið og með tilkynningunni var mynd af Præst í KR treyjunni. Hann mun spila með Fylki út tímabilið. Rætt var um myndina og félagaskiptin í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið.

„Hann er það vitlaus að hann ákveður að henda sér í þessa myndatöku," sagði Albert Brynjar Ingason. Hann spurði svo Ásgeir Frank Ásgeirsson, einn af sérfræðingum þáttarins, hvað hann sem formaður Fylkis hefði gert þegar hann sá myndina. Hefði hann selt leikmanninn?

„Fylkir er í þannig stöðu að það er voðalega erfitt að láta menn fara núna. Þetta er einn besti maðurinn þeirra sóknarlega. Ef þú værir með risa breidd, þá hefðir þú sagt honum að fara, en í þessari stöðu þá getur þú ekki gert það."

Það er skortur af sóknarmönnum í Fylki og þá aðallega framherjum. Liðið er í harðri fallbaráttu og tókst ekki að landa styrkingu fyrir gluggalok.

„Fylkir reyndi að kaupa Omar Sowe frá Leikni, en hann hafnaði því að fara í Árbæinn. Eftir stendur Fylkir með einn af sínum bestu leikmönnum sem búinn er að skrifa undir hjá KR og er búinn að vera það heimskur að láta taka mynd af sér í treyjunni. Á þeim tímapunkti er spurning hvort þú samþykkir tilboð KR og selur hann strax yfir, eða að halda honum og missa hann frítt eftir tímabilið. Þeir eru að halda einum af sínum bestu mönnum, en Fylkismenn vita ekki hvort hann sé með hugann við verkefnið. Þú ert ennþá á samningi hjá Fylki, átt ekki að vera láta taka mynd af þér í annarri treyju," sagði Albert.

„Ef Omar Sowe hefði farið í Fylki þá hefði ég alveg skilið Fylki að láta Præst fara," sagði Ásgeir Frank.

Fylkir hefur vitað að skortur væri á framherjum frá því að Pétur Bjarnason lét vita að hann ætlaði að flytja vestur í vetur.

„Fyrir mig sem stuðningsmann Fylkis, þá sýður á mér að sjá þessa mynd af Præst í KR treyjunni. Fylkismenn eru mjög reiðir. Þetta er KR, Fylkismenn hata KR. Ég er ekki viss um KR spái eitthvað í okkur, en Fylkir hatar KR. Núna þarf Fylkir að treysta á að Præst sé með hugann við verkefnið, liðið er í bullandi fallbaráttu og mögulega KR líka. Þetta verður dýrt ef liðið fellur, hefðu getað fengið nokkrar milljónir fyrir hann núna. Ef þeir komast að því eftir 2-3 leiki að hugurinn er kominn við KR, þá er það enn ein skitan hjá Fylki í ár," sagði Albert sem hefði samþykkt tilboði KR.

„Gefum honum smá séns, ég held hann eigi eftir að hjálpa Fylki það sem eftir er af tímabilinu," sagði Ásgeir Frank.

Vonar að hann standi sig eins vel og hægt er
Það var svolítið skrítin stemning í kringum þessa umræðu því fyrirliði Fylkis, Ragnar Bragi Sveinsson, hlustaði á þá Albert og Ásgeir Frank ræða um Præst fram að þessu. Hann svo tjáði sig aðeins í lokin á umræðunni.

„Ég spjallaði bara við hann. Ég var búinn að bjóða honum í mat til mín á morgun, ég get ekki farið að hætta við það," sagði Ragnar Bragi á léttu nótunum. „Þetta er auðvitað flókin staða, og ég held það sé bara best að ég tjái mig sem minnst um hvað mér finnst um þessi félagaskipti. En á meðan hann er leikmaður okkar, þá mun ég bara klappa honum á bakið og vona að hann standi sig sem best. Miðað við stöðuna sem er í gangi og allt sem er að gerast, það er það eina sem er í stöðunni," sagði Ragnar Bragi.

Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner