Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
Óli Kristjáns: Væri frekja að vera að biðja um eitthvað meira
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
   sun 21. apríl 2024 22:28
Sölvi Haraldsson
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög vel. Þetta eru leikirnir sem við þurfum að vinna til að sýna það að við erum bestir. Geggjuð tilfinning.“ sagði Danijel Dejan Djruic, framherji Víkinga, eftir 4-1 sigur á Breiðablik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

Danijel er hæstánægður með leik sinna manna í dag.

Mér fannst eins og við værum með leikinn frá A til Ö. Það komu kaflar þar sem þeir voru yfir en það er bara eðlilegt. En eins og Arnar (Gunnlaugsson) segir að þá verður við bara að 'suffera' smá.

Danijel skoraði í kvöld en margir eru að velta því fyrir sér hvort þetta hafi verið sjálfsmark. Hann er staðráðinn í því að þetta sé hans mark.

Ég sé bara Helga fá boltann. Hann gerir þetta alltaf. Lítur alltaf upp og neglir honum á nær. Þetta var 100% mitt mark. Þetta var 100% mitt mark. Ef þið skoðið þetta aftur þá sjáið þið það.

Danijel auðvitað var í Breiðablik en honum leiðist ekki að skora á móti sínum gömlu félögum.

Þetta venst. Það eru þessir stóru leikir. Ég vona að fólk viti það að þessir stóru leikir kítla mig mjög mikið og þegar þeir koma er kveikt á mér. Því get ég lofað.“

Leikirnir milli þessara liða í fyrra voru mjög tíðindamiklir innan sem utan vallar en Danijel telur að þetta hafi verið rólegasti leikur hans sem leikmaður Víkings gegn Breiðablik.

Þessi var rólegri. Mér finnst eins og dómararnir hafi lagt línuna þannig að það er erfitt að fara út í einhverja vitleysu. Dómararnir hafa kannski ekki eyðilagt ríginn, en skekkt hann aðeins.

Víkingar eru einir á toppnum núna eftir sigurinn á Breiðablik.

Þetta er það sem við þurfum að gera. Byrjunin er alltaf lang erfiðust og það er mikilvægt að byrja stertk. Eins og Arnar segir alltaf, það er miklu erfiðara að elta en að ekki elta.“

Danijel er spenntur fyrir komandi leikjum og framhaldinu hjá Víkingum.

Mér líst mjög vel á framhaldið. Það er bikarleikur gegn Víði í næsta leik sem verður alltaf hörkuleikur og síðan man ég ekki hvað er næsti leikur í deildinni en við tökum alltaf einni leik í einu.“ sagði Danijel Dejan Djuric, framherji Víkinga eftir 4-1 sigur á Breiðablik.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner