Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   sun 21. apríl 2024 00:04
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino: Snýst ekki um að eiga það skilið
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino
Mynd: Getty Images
Nicolas Jackson fór illa með færin sín
Nicolas Jackson fór illa með færin sín
Mynd: Getty Images
„Það er svo auðvelt að útskýra þetta. Við fengum á okkur mark á augnabliki sem við eigum ekki að fá á okkur mark. Við vorum ekki færir um að nýta færin fyrir framan markið og við fengum svo mörg en skoruðum ekki,“ sagði Mauricio Pochetino, stjóri Chelsea, eftir 1-0 tapið gegn Manchester City í undanúrslitum enska bikarsins á Wembley í dag.

Eins og Pochettino kom inn á þá fékk Chelsea svo sannarlega færin til að skora.

Nicolas Jackson klúðraði þremur úrvalsfærum og þá fór Ben Chilwell eitt sinn illa með góða stöðu er hann keyrði upp vinstri vænginn með Raheem Sterling dauðafrían við teiginn.

Man CIty refsar liðum fyrir að klára ekki færin og var það Bernardo Silva sem gerði sigurmarkið sex mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

„Mér fannst við aðeins betri í leiknum og áttum meira skilið, en þetta snýst ekki um að eiga það skilið, heldur um að vera klínískir, sem við vorum ekki í dag. Við skoruðum sex á mánudag en í dag gátum við ekki skorað þó við höfum jafnvel fengið fleiri dauðafæri til að skora.“

Hann segir þennan leik ekki sýna vandræði Chelsea á tímabilinu.

„Nei, við vorum að spila gegn ótrúlega góðu liði Man City. Þetta var ekki auðvelt en við gátum spilað góðan leik, barist við þá og hlakka ég til að byggja ofan á þetta. Stundum áttu svona leiki á vegferð þinni og þá er mikilvægt að taka það jákvæða úr því.“

Chelsea er í 9. sæti með 47 stig, þó aðeins þremur stigum frá Manchester United sem er í 7. sætinu og þá á liðið leik inni. Hann vildi ekki fara út í umræður um Evrópusæti, alla vega ekki strax.

„Einbeiting okkar er á næsta leik á þriðjudag. Það eru ekki margir leikir til að ná að vinna upp og þá verður annar erfiður leikur. Auðvitað þurfum við að vinna á jákvæðan hátt og reyna að vinna fleiri deildarleiki til að nálgast Evrópusæti,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner