Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
35 ára bið á enda - „Búinn að vera draumur mjög lengi"
Þúsund sinnum merkilegra fyrir KA - „Svo tekur frændi bara Roland Eradze á 93."
Hans Viktor magnaður: Mjög ánægður með þessa ákvörðun
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
Dagur: Hugsaði bara að fagna í geðveikinni
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér"
Grímsi í geðshræringu - „Maður var gráti næst"
Aron Elís: Fannst við eiga að fá allavegana tvö víti
Daníel Hafsteins: Þá ertu helvíti líklegur
Bjarni Aðalsteins: Hann er kóngurinn, ég elska hann
Arnar Gunnlaugs: Stundum þarftu að finna fyrir sársaukanum
Jakob Snær: Tilfinningarnar eiga eftir að rigna meira yfir mann seinna
Ingvar Jóns: Þeir áttu sigurinn bara skilið
Viðar: Þakka stuðningsmannasveit Víkings fyrir mótíveringuna
Ívar Örn: Ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
John um mistökin: Tek hana í 99 skipti af 100
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
banner
   lau 21. september 2024 23:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Laugardalsvelli
35 ára bið á enda - „Búinn að vera draumur mjög lengi"
Fagnað af innlifun í leikslok.
Fagnað af innlifun í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ásgeir tók við bikarnum uppi í stúku.
Ásgeir tók við bikarnum uppi í stúku.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Stoltur, við erum búin að bíða mjög lengi eftir að fá alvöru titil upp á Brekku, bið síðan '89. Þetta fólk ekkert minna skilið," sagði brosandi Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, og benti á stuðningsmenn liðsins þegar hann ræddi við Fótbolta.net eftir að hafa orðið bikarmeistari í kvöld.

KA varð í fyrsta sinn í sögu félagsins bikarmeistari í kvöld, en eins og Ásgeir minntist á, kom síðasti titill í hús árið 1989 þegar KA varð Íslandsmeistari.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

„Við vorum reynslunni ríkari (frá því í fyrra). Ég held að við höfum lært svolítið mikið af undirbúningum okkar í fyrra, hvernig á að tækla síðustu daga fyrir leik. Svo bara nýttum við veikleika þeirra mjög vel og spiluðum mjög góðan leik."

„Það var geðveikt að taka við bikarnum, búinn að vera draumur mjög lengi að koma með eitthvað svona fyrir klúbb eins og KA sem maður er búinn að vera lengi hjá og búinn að stefna að þessu lengi, Þetta er heiður."


Ásgeir byrjaði á bekknum í dag og kom inn á undir lokin.

„Ég var stressaður og langaði að koma inn á sem fyrst bæði til þess að róa mig og geta haft áhrif. Mér finnst ég nýta mér tækifærið þegar ég fæ sénsinn, eins og í allt sumar. Mér finnst ég búinn að nýta tækifærin mjög vel."

Fyrirliðinn var spurður hvort að tímabilið hjá KA hafi verið undir í dag.

„Já, pottþétt. Hefðum við tapað í dag þá hefðu það verið mjög mikil vonbrigði. Úr því að við erum í neðri hlutanum og þetta var eina leiðin inn í Evrópu, þá er hægt að segja að þetta hafi bjargað tímabilinu."

Hann var spurður út í stuðninginn úr stúkunni. „Þetta var eina sem maður heyrði (stuðningur KA manna), allan tímann. Þau voru tólfti maðurinn í dag."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner