Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jackson búinn að skora meira en Son, Salah og Havertz
Mynd: Getty Images
Kólumbíski framherjinn Nicolas Jackson skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu í sannfærandi sigri Chelsea á útivelli gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jackson er þar með búinn að skora 18 mörk, án þess að telja vítaspyrnur með, í ensku úrvalsdeildinni frá því að hann kom fyrst í deildina í upphafi síðasta tímabils. Það er betri markaskorun heldur en mörg af stærstu nöfnum deildarinnar geta státað sig af.

Þegar vítaspyrnumörk eru ekki talin með þá hefur Jackson skorað meira heldur en leikmenn á borð við Mohamed Salah, Son Heung-min, Kai Havertz, Alexander Isak, Dominic Solanke og Bukayo Saka.

Það eru aðeins Cole Palmer, Ollie Watkins, Phil Foden og Erling Haaland sem hafa skorað meira heldur en Jackson frá því að hann mætti fyrst í úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner