Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 22. febrúar 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kompany staðfestir að Ramsey sé frá út tímabilið
Mynd: EPA

Tímabilinu er lokið hjá Aaron Ramsey leikmanni Burnley eftir að hann meiddist illa á hné í 5-0 tapi liðsins gegn Burnley um síðustu helgi.


Ramsey gekk til liðs við Burnley frá Aston Villa síðasta sumar og hefur komið við sögu í 14 leikjum en hann var í byrjunarliðinu í fimmta sinn í leiknum gegn Arsenal.

„Því miður fyrir okkur var þetta jafn slæmt og við héldum, tímabilinu er klárlega lokið hjá honum. Hann spilar líklega ekki stóran hluta úr þessu ári. Ég vil ekki fara út í smáatriði hvað er að hrjá hann en aðal atriðið er að hann mun ná fyrri styrk," sagði Vincent Kompany stjóri Burnley á fréttamannafundi fyrir leik liðsins gegn Crystal Palace um helgina.

„Við munum styðja hann eins vel og við getum, hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur í framtíðinni. Það er óheppilegt að þetta gerist þegar hann er að stíga upp."


Athugasemdir
banner
banner