Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 22. febrúar 2024 12:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rob Edwards við Klopp: Ég spilaði gegn föður hans
Mynd: EPA

Jayden Danns, 18 ára leikmaður Liverpool spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið í gær þegar Liverpool sigraði Luton 4-1.


Danns kom inn á sem varamaður undir lok leiksins og var nálægt því að leggja upp mark á Cody Gakpo en hann missti boltann frá sér og Harvey Elliott náði honum og skoraði fjórða mark liðsins.

Það vakti athygli eftir leikinn að Rob Edwards stjóri Luton ræddi við Danns og Jurgen Klopp en Edwards sagði Klopp að hann hafi spilað með föður Danns sem vakti mikla lukku stjóra Liverpool.

Neil Danns er faðir Jaydens en hann var í akademíu Liverpool á sínum tíma en fór ungur að árum til Blackburn og kom víða við. Hann spilaði fótbolta síðast í fyrra með Macclesfield í utandeildinni.

Edwards lagði skóna á hilluna árið 2013 en hann er uppalinn hjá Aston Villa en lék lengst af á sínum ferli með Wolves. Hann hóf þjálfaraferil sinn árið 2016 sem bráðabirgða stjóri Wolves en tók við Luton árið 2022 og kom liðinu upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner