Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mán 22. apríl 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cannavaro að taka við Udinese
Mynd: Getty Images

Fabio Cannavaro verður næsti stjóri Udinese samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.


Hann lék á sínum tíma með Napoli, Parma, Inter og Juventus. Þá lék hann einnig 118 leiki með Real Madrid.

Hann 136 landsleiki fyrir hönd Ítalíu og var heimsmeistari með þjóð sinni árið 2006 en hann var valinn næst besti leikmaður mótsins á eftir Zinedine Zidane.

Romano segir að hann muni skrifa undir samning við félagið á næstu dögum. Udinese er fyrir ofan fallsæti á markatölu en Cannavaro mun taka við af Gabriele Cioffi.


Athugasemdir
banner
banner