Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 22. maí 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Slóveni dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Slavko Vincic.
Slavko Vincic.
Mynd: EPA
Slóveninn Slavko Vincic mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar laugardaginn 1. júní, viðureign Real Madrid og Borussia Dortmund á Wembley.

Hann er 44 ára og hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2010. Hann dæmdi á EM 2020 og HM í Katar 2022. Hann dæmdi úrslitaleik Evrópudeildarinnar 2022 þegar Eintracht Frankfurt vann Rangers í vítakeppni.

Istvan Kovacs frá Rúmeníu dæmir úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Dublin í kvöld, þegar Bayer Leverkusen mætir Atalanta. Artur Soares Dias frá Portúgal dæmir úrslitaleik Sambandsdeildarinnar, leik Olympiakos og Fiorentina í næstu viku.

Rebecca Welch frá Englandi dæmir úrslitaleik Meistaradeildar kvenna, leik Barcelona og Lyon þann 25. maí.


Athugasemdir
banner
banner
banner