Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 23:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar hrósaði Óskari Erni í hástert - „Er ekki að gefa honum mínútur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Örn Hauksson, leikmaður og styrkarþjálfari Víkings, fagnaði fertugsafmælinu sínu í dag en hann kom inn á sem varamaður þegar liðið valtaði yfir Santa Coloma í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  0 Santa Coloma

Óskar Örn hefur verið að spila með liðinu að undanförnu en hann bætti leikjametið í deildakeppni á Íslandi í þessum mánuði en hann hefur spilað rúmlega 440 leiki.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var spurður út í þennan magnaða leikmann eftir sigurinn á Santa Coloma í kvöld.

„Hann er búinn að vera geggjaður í sínu hlutverki í vetur og sumar. Hann er búinn að vera svo frábær á æfingum í fótboltanum. Hann er hægt og bítandi búinn að bíða eftir sínu tækifæri. Ég er ekki að gefa honum mínútur, ég gef engum mínútur í þessu liði, það er ósanngjarnt. Hann er búinn að verðskulda það að fá þessar mínútur. Hann kemur inn á og stendur sig mjög vel, fær aftur mínútur og stendur sig mjög vel. Ég held að hann sé kominn til að vera hjá okkur,"


Arnar Gunnlaugs: Væri eitthvað stórslys að klúðra þessu
Athugasemdir
banner