Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 19:12
Kári Snorrason
Byrjunarlið HK og KR: Óskar gerir tvær breytingar - Eiður Gauti byrjar hjá HK
Eiður Gauti byrjar í dag
Eiður Gauti byrjar í dag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar gerir tvær breytingar frá síðasta leik
Óskar gerir tvær breytingar frá síðasta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 20:00 hefst umtöluð viðureign HK og KR. Upphaflega átti leikurinn að fara fram þann 8. ágúst en dómari leiksins frestaði leiknum til dagsins í dag þar sem stöngin á öðru markinu var brotin.


Lestu um leikinn: HK 3 -  2 KR

Ómar Ingi, þjálfari HK gerir þrjár breytingar frá síðasta leik. Inn í byrjunarliðið koma þeir Eiður Gauti, Ívar Örn og Atli Hrafn.
Úr byrjunarliði HK víkja Karl Ágúst, Þorsteinn Aron og George Nunn.

Óskar Hrafn stýrði sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari KR í síðustu umferð. Sá leikur endaði með 2-0 tapi KR gegn Vestra. Óskar gerir tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Aron Þórður og Finnur Tómas í stað Gyrðis Hrafns og Alex Þórs.
Gyrðir Hrafn er utan hóps vegna meiðsla. KR-ingar edurheimta þó tvo leikmenn því Birgir Steinn Styrmisson er að snúa til baka eftir heilahristing og Ástbjörn Þórðarson er í fyrsta sinn í hópnum eftir félagaskiptin frá FH.

Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Byrjunarlið HK:
1. Christoffer Petersen (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
10. Atli Hrafn Andrason
18. Atli Arnarson
21. Ívar Örn Jónsson
22. Dagur Örn Fjeldsted
30. Atli Þór Jónasson

Byrjunarlið KR:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
7. Finnur Tómas Pálmason (f)
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson
16. Theodór Elmar Bjarnason
17. Luke Rae
23. Atli Sigurjónsson
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner