Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 16:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Formaður Keflavíkur: Eðlilegast að hann færi bara strax
Glenn var á sínu öðru tímabili með liðið.
Glenn var á sínu öðru tímabili með liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Jóna við hlið Glenn.
Guðrún Jóna við hlið Glenn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær var sagt frá því að Keflavík hefði látið Jonathan Glenn fara sem þjálfara meistaraflokks kvenna. Keflavík er með níu stig líkt og Fylkir á botni Bestu deildarinnar þegar ein umferð er eftir af deildinni og svo tekur við þrjár umferðir þar sem Tindastóll, Fylkir og Keflavík berjast um eitt laust sæti í deildinni.

Fótbolti.net ræddi við Böðvar Jónsson, formann fótboltadeildar Keflavíkur, og spurði hann út í tíðindi gærkvöldsins.

„Þetta var fyrst og fremst árangur liðsins sem við erum náttúrulega ekki ánægð með, höfum tapað leikjum sem við erum nánast með unna."

„Þetta var svipuð staða og í fyrra þegar við ákváðum að framlengja ekki við Sigga Ragga (þáverandi þjálfara karlaliðsins). Um leið og sú ákvörðun var tekin að hann yrði ekki áfram þá einhvern veginn brotnaði tengingin milli manna. Glenn var með samning út október og þegar gengur illa þá hinkra menn með að endurnýja samninginn. Niðurstaða stjórnar var svo sú að við myndum ekki lenda í sama hlut og í fyrra, þegar við ákváðum að hafa þjálfarann áfram, en þurftum svo að bakka með það. Úr því að við tókum þessa ákvörðun að endurnýja ekki samninginn þá ákváðum við að það væri eðlilegast að hann færi bara strax."


Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, sem var aðstoðarþálfari Glenn, mun stýra liðinu út tímabilið en ekki er búið að taka ákvörðun um hver tekur svo við eftir tímabilið. Næsti leikur er gegn Tindastóli á sunnudag.

Fótbolti.net heyrði af því að Keflavík hefði reynt að fá Alexander Aron Davorsson til starfa en Böðvar sagði það ekki rétt.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner
banner