Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guehi líklega að verða sá fimmti dýrasti í sögunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Newcastle er að nálgast samkomulag við Crystal Palace um kaup á enska landsliðsmanninum Marc Guehi. Frá þessu greina enskir fjölmiðlar í dag.

Newcastle er sagt tilbúið að greiða 65 milljónir punda og svo fimm milljónir punda til viðbótar í árangurstengdum greiðslum til að landa miðverðinum.

Guehi lék 29 leiki á síðasta tímabili og hefur alls spilað 111 leiki fyrir Palace og skorað fimm mörk. Hann hjálpaði liðinu að enda í 10. sæti deildarinnar og vann sér sæti í enska landsliðinu. Palace tapaði ekki í síðustu sjö leikjum síðasta tímabils en tapaði gegn Brentford í opnunarleiknum um síðustu helgi.

Hann er 24 ára og lék alla leiki nema einn með Englandi á EM í sumar. Ef kaupin ganga í gegn verður hann fimmti dýrasti varnarmaður sögunnar (samkvæmt lista GiveMeSport á eftir þeim Virgil van Dijk (71,3 milljónir punda), Matthijs de Ligt, Harry Maguire og Josko Gvardiol (77,6 milljónir punda).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner