Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 14:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Jón Páll: Einn af þeim fyrstu sem segir upp sjálfboðastarfi
'Mér þykir mjög vænt um ÍH'
'Mér þykir mjög vænt um ÍH'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tók við ÍH eftir að hann kom heim til Íslands frá Bandaríkjunum.
Tók við ÍH eftir að hann kom heim til Íslands frá Bandaríkjunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hægt að segja að ég hafi sagt upp störfum, en það er þá einn af þeim fyrstu sem segir upp sjálfboðastarfi, er það ekki?" segir Jón Páll Pálmason við Fótbolta.net í dag. Fjallað var um að hann hefði sagt upp starfi sínu sem þjálfari ÍH fyrr í þessum mánuði.

„Ég sagði bara við þá að ég hefði ekki tíma, það er mikið að gera hjá mér. Við vorum í vandræðum með að manna í lið og að manna á æfingar. Eins og staðan er í dag hjá ÍH þá þarftu að vera á bakinu á mörgum af þessum strákum. Það er svaka góður grunnur af góðum leikmönnum, en þú þarft leggja talsvert á þig til að fá menn til að mæta. Ég hafði ekki tíma í það og kannski ekki alveg nennu."

„Ég hætti bara. En nú er ég að fara upp í Krika og ræða við Davíð Þór og Ejub. Ef að FH-ingar myndu vilja koma meira inn í starfið hjá ÍH, þá yrði ég fyrsti maðurinn til að segja að ég væri til í það."

„Ég var að vona að Binni Gests, sem var nú fyrsti kærasti systur minnar, myndi taka þetta af því að hann myndi koma með kraftinn sem þarf á að halda til að gera þetta almennilega. Ég hef engar áhyggjur af ÍH, þetta er það gott lið og þeir náðu í gott stig í gær."


Af hverju myndi einhver vilja vinna við þetta í sjálfboðastarfi?

„Ég flutti heim til Íslands í febrúar, þá var Davíð Óla hættur og farinn í Val. Það var ládeyða yfir þessu. Mér þykir mjög vænt um ÍH. Ég fór að kenna í grunnskóla og hafði svo mikinn frítíma að ég held ég sé búinn að grilla hamborgara á öllum handbolta og fótboltaleikjum hjá FH frá því að ég kom heim. Ég var spurður hvort ég gæti komið og hjálpað í ÍH og ég sagði bara að sjálfsögðu já."

„Ég hefði alveg haldið áfram ef strákarnir hefðu verið að mæta, en þeir voru ekki áfjáðir í að mæta og þá hafði ég ekki nógu mikið gaman af þessu þannig ég fór að hlaða einhverju öðru á mig,"
segir Jón Páll sem er farinn af stað með nýtt hlaðvarp, Tveggja Turna Tal, þar sem hann ræðir við reynslubolta úr þjálfaraheiminum.

„Ég þjálfaði suma af þessum strákum á Pollamótinu þegar þeir voru 5-6 ára. Mér þykir vænt um þá og vænt um ÍH. Við áttum gott sumar, komumst í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins og svaka fjör. En ég varð fyrir miklum vonbrigðum að við skyldum ekki ná að vera betri í deildinni," segir Jón Páll.
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 21 14 5 2 62 - 22 +40 47
2.    Víðir 21 13 5 3 53 - 24 +29 44
3.    Árbær 21 13 3 5 44 - 31 +13 42
4.    Augnablik 21 12 3 6 45 - 29 +16 39
5.    Magni 21 8 6 7 27 - 37 -10 30
6.    ÍH 21 7 4 10 61 - 60 +1 25
7.    Sindri 21 7 3 11 36 - 42 -6 24
8.    Hvíti riddarinn 21 7 2 12 38 - 45 -7 23
9.    Elliði 21 7 2 12 32 - 52 -20 23
10.    KV 21 7 1 13 34 - 50 -16 22
11.    KFK 21 7 1 13 36 - 59 -23 22
12.    Vængir Júpiters 21 5 3 13 36 - 53 -17 18
Athugasemdir
banner
banner
banner