Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 13:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Páll sagði upp hjá ÍH - „Kom á óvart"
Jón Páll.
Jón Páll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Binni Gests.
Binni Gests.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég stýrði liðinu gegn Kára," segir Stefán Þór Jónsson, framkvæmdastjóri ÍH, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Jón Páll Pálmason tók við sem þjálfari ÍH í vetur og hafði stýrt liðinu fram í 17. umferð en var ekki við stjórnvölinn gegn Kára í gær. ÍH er í 3. deild og gerði 3-3 jafntefli við Kára í Skessunni í gærkvöldi.

„Jón Páll sagði upp eftir síðasta leik og ég er þjálfari liðsins til bráðabirgða. Við erum að kanna hvort einhver geti tekið við eða hvort ég klári út tímabilið. Það er erfitt að ráða þjálfara núna, það eru margir í starfi," segir Stefán.

Hann segir að uppsögn Jóns Páls hafi komið á óvart.

„Já, hún kom frekar á óvart. Við vorum ánægðir með hann og þökkum honum fyrir gott starf. Honum fannst hann vera kominn á þann stað með hópinn að þetta væri best fyrir liðið, það er líka mikið að gera hjá honum. Það eru allir ánægðir með hann og hans störf, bæði leikmenn og stjórnarmenn."

Brynjar Þór Gestsson, Binni Gests, var í Skessunni í gær. Eru líkur á því að hann taki við?

„Það verður bara að koma í ljós. Hann er mjög hæfur þjálfari og væri frábær lausn eins og allir vita." Binni þekkir vel til hjá ÍH því hann var þjálfari liðsins árið 2010.

ÍH situr í 8. sæti deildarinnar þegar fjórir leikir eru eftir. Liðið getur í allra besta falli endað í 5. sæti deildarinnar en í versta falli í því neðsta: einungis tvö stig eru niður í fallsæti. Hvað er horft í varðandi lokaleikina?

„Við erum í hörku fallbaráttu þó að það séu fjögur lið fyrir neðan okkur. Það eru tvö stig í fallsæti og markmiðið er fyrst og fremst að halda okkur uppi. Við eigum eftir að spila við tvö lið sem eru fyrir neðan okkur," segir Stefán.

Ekki náðist í Jón Pál við vinnslu þessarar fréttar.
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Kári 21 14 5 2 62 - 22 +40 47
2.    Víðir 21 13 5 3 53 - 24 +29 44
3.    Árbær 21 13 3 5 44 - 31 +13 42
4.    Augnablik 21 12 3 6 45 - 29 +16 39
5.    Magni 21 8 6 7 27 - 37 -10 30
6.    ÍH 21 7 4 10 61 - 60 +1 25
7.    Sindri 21 7 3 11 36 - 42 -6 24
8.    Hvíti riddarinn 21 7 2 12 38 - 45 -7 23
9.    Elliði 21 7 2 12 32 - 52 -20 23
10.    KV 21 7 1 13 34 - 50 -16 22
11.    KFK 21 7 1 13 36 - 59 -23 22
12.    Vængir Júpiters 21 5 3 13 36 - 53 -17 18
Athugasemdir
banner
banner
banner