Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   fim 22. ágúst 2024 14:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maresca: Ég er ekki að vinna með 42 leikmönnum
Enzo Maresca.
Enzo Maresca.
Mynd: Getty Images
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, segir að það ríki ekki mikil ringulreið út af stórum leikmannahópi félagsins.

Chelsea er með í kringum 40 leikmenn í aðalliðshópnum sínum en félagið hefur bara keypt og keypt síðustu árin. Þá eru leikmenn á mjög löngum samningum þarna.

Maresca var spurður út í þetta á fréttamannafundi í gær og sagðist þá aðeins vera að vinna með um 20 leikmönnum.

„Ég er ekki að vinna með 42 leikmönnum, ég er að vinna með 21 leikmanni," sagði Maresca.

„Hinir 15-20 leikmennirnir eru ekki að æfa með okkur. Ég sé þá þekki. Þetta er ekki einhver óreiða eins og það lítur út fyrir utan frá. Alls ekki."

Maresca tók við Chelsea í sumar eftir að hafa stýrt Leicester á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner