Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   þri 22. nóvember 2022 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Marca: Ronaldo getur valið á milli Newcastle og Al-Nassr
Mynd: EPA

Spænska blaðið Marca segist hafa heimildir fyrir því að portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo geti valið á milli Al-Nassr og Newcastle í janúar. 


Newcastle er á mikilli uppleið í enska boltanum á meðan Al-Nassr er eitt af bestu og ríkustu félögum Sádí-Arabíu.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo er samningslaus eftir að hafa samið um starfslok við Manchester United og getur valið á milli tveggja félaga eins og staðan er í dag, samkvæmt Marca.

Ronaldo gagnrýndi Man Utd harkalega í ítarlegu viðtali við Piers Morgan og funduðu aðilar um starfslok nokkrum dögum síðar.

Fótboltaheimurinn fylgist spenntur með næsta skrefi á ferli Ronaldo en hann segist sjálfur hafa mikið af knattspyrnufélögum til að velja úr.

Ronaldo er 37 ára gamall og ekki mörg félög sem ráða við að borga honum þau ofurlaun sem hann fékk hjá Real Madrid, Juventus eða Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner