Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 23. janúar 2023 21:42
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe skoraði fimm í bikarsigri PSG
Kylian Mbappe er sá fyrsti í sögu PSG til að skora fimm mörk í sama leiknum
Kylian Mbappe er sá fyrsti í sögu PSG til að skora fimm mörk í sama leiknum
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í 7-0 sigri Paris Saint-Germain á Pays de Cassel í franska bikarnum í kvöld en hann er sá fyrsti í sögu félagsin sem skorar fimm mörk í einum og sama leiknum.

Frakkinn skoraði þrennu á ellefu mínútum í fyrri hálfleik og bætti síðan við tveimur í síðari hálfleiknum.

Fjórða markið var sérstaklega fallegt en hann fékk sendingu inn fyrir vörnina, þóttist ætla að taka við boltanum, en leyfði honum í staðinn að skoppa framhjá markverðinum áður en hann afgreiddi boltann í netið.

Mbappe gerði síðan fimmta mark sitt í leiknum þegar rúmar tíu mínútur voru eftir.

Neymar og Carlos Soler komust einnig á blað en PSG er nú komið áfram í 16-liða úrslit þar sem liðið mætir erkifjendum sínum í Marseille.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner