Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 23. febrúar 2024 14:50
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn Chelsea búnir að æfa vítaspyrnurnar - „Klopp er klókur“
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, er spenntur fyrir úrslitaleik liðsins gegn Liverpool í enska deildabikarnum, en hann segir sitt lið ekki líklegri aðilann.

Klopp talaði um það eftir leikinn gegn Luton á dögunum að Liverpool væri ekki líklegri aðilinn til að vinna bikarinn og það sérstaklega vegna þeirra meiðsla sem herjað hafa á hópinn.

Pochettino fannst það vera klókt svar hjá Þjóðverjanum, enda getur allt gerst í úrslitaleikjum.

„Já, því hann er einn af þeim bestu, ásamt Pep, í heiminum. Hann er nógu sniðugur og veit að þegar þú mætir í úrslitaleik þá geta hlutir gerst. Ef þeir eru ekki líklegri aðilinni, þá erum við það ekki heldur! Þetta er úrslitaleik og þá er ekki hægt að segja að annar aðilinn sé líklegri,“ sagði Pochettino.

„Fyrir mér er Liverpool hins vegar líklegri aðilinn. Ég held að þetta sé áttunda árið þeirra og síðustu ár hafa þeir reynsluna að berjast sem lið og verið í mörgum úrslitaleikjum. Enska úrvalsdeildina og deildabikarnum er ný upplifun fyrir marga af okkar leikmönnum. Þetta er fyrsti úrslitaleikurinn hjá sumum, en Klopp er nógu klókur til að segja að þetta sé 50-50. Hann þekkir þetta.“

Liðin mættust í úrslitaleik deildabikarsins árið 2022 og tapaði þá Chelsea í vítaspyrnukeppni, en Pochettino viðurkenni að leikmennirnir hafi æft vítaspyrnurnar á æfingum.

„Við höfum æft venjulega í þessari viku. Tökum alltaf vítaspyrnur á æfingum. Sumir þjálfarar segja að það sé ekki hægt að endurgera stressið á æfingum eins og er í sjálfri keppninni, en auðvitað er það hluti af okkar hugmynd að æfa vítaspyrnurnar.“

Liverpool vann Chelsea 4-1 í lok janúar og fékk þá einnig á sig fjögur mörk gegn Wolves nokkrum dögum síðar, en er nú taplaust í síðustu þremur leikjum. Andinn í hópnum er afar góður samkvæmt Pochettino.

„Úrslitin voru ótrúlega ósanngjörn því ef þú horfðir á leikinn þá voru nokkrar vítaspyrnu ákvarðanir sem hefðu getað breytt útkomu leiksins. Kannski var það gott fyrir okkur að finna sársaukann, þessa neikvæðu stöðu, sem gerði okkur sterkari og leyfði okkur að finna leið til að veita meiri samkeppni og að við þyrftum að gera hlutina öðruvísi. Þú sérð andann í liðinu og þú getur séð það fyrir leikinn að það er samheldni. Það er ekki hægt að þvinga fram anda, hann kemur náttúrulega,“ sagði hann.
Athugasemdir
banner
banner
banner