Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   fim 23. maí 2024 14:35
Elvar Geir Magnússon
Tuchel líklegastur ef Man Utd skiptir
Tuchel á Old Trafford.
Tuchel á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Guardian segir að Thomas Tuchel sé líklegastur til að taka við Manchester United ef félagð ákveður að skipta út Erik ten Hag eftir tímabilið

Tuchel hefur mikla reynslu af því að vinna hjá stórum félögum og er án félags eftir að hafa látið af störfum hjá Bayern München.

Hann hefur áður starfað hjá félögum á borð við Paris Saint-Germain og Chelsea, og því með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Hann vann Meistaradeildina með Chelsea 2021.

Sir Jim Ratcliffe er æðsti maður í ákvarðanatökum varðandi fótboltamál Manchester United og ræður því mestu um það hver tekur við ef Ten Hag verður látinn fara.

Ákvörðun um framtíð Ten Hag verður tekin eftir bikarúrslitaleikinn gegn Manchester City á laugardag. Aðrir en Tuchel sem eru á blaði hjá Manchester United eru Kiean McKenna hjá Ipswich, Thomas Frank hjá Brentford, landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate og Mauricio Pochettino sem yfirgaf Chelsea í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner