Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fös 23. ágúst 2024 10:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta: Þurfum að búa til pláss fyrir stráka úr akademíunni
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var spurður út í félagaskiptagluggann sem lokar eftir rúma viku. Arsenal er að klára kaup á Mikel Merino en stuðningsmenn félagsins vonast til að landa leikmanni í framlínuna fyrir gluggalok.

„Við vissum hvað við vildum gera og hvað við gætum gert, sem er mikilvægt."

„Og svo, hvað er raunhæft og styrkir virkilega hópinn til skamms og langs tíma?"
sagði Arteta.

„Það er annar mikilvægur þáttur sem við þurfum að horfa í: akademían okkar. Við erum með nokkra spennandi hæfileikaríka stráka og við þurfum að búa til pláss fyrir þá til að komast nálægt aðalliðinu," sagði sá spænski.

Eddie Nketiah og Aaron Ramsdale eru á meðal þeirra sem orðaðir eru í burtu frá Arsenal fyrir gluggaok.

Arteta útilokar ekki að Arsenal geri eitthvað óvænt í síðutu viku gluggans. „Þú verður að vera vel á verði og undirbúinn því eitthvað óvænt getur gerst. Við erum undirbúnir."

Arsenal ætlar sér enska meistaratitilinn í vetur og byrjaði tímabilið nokkuð vel gegn Wolves um síðustu helgi. Á morgun á liðið erfiðan leik, útileik gegn Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner
banner