Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fös 23. ágúst 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Gæti neyðst til að selja Calvert-Lewin
Mynd: Getty Images
Sean Dyche stjóri Everton segir að fjárhagsstaða Everton geri það að verkum að félagið gæti neyðst til að taka tilboðum í Dominic Calvert-Lewin í næstu viku.

Dyche vill að sjálfsögðu halda sóknarmanninum enda var hann markahæsti leikmaður félagsins á síðasta tímabili.

Glugganum verður lokað eftir viku og Calvert-Lewin er kominn inn í síðasta ár samnings síns.

Farhad Moshiri hefur verið að vinna í því að selja Everton en það ferli hefur gengið ákaflega hægt. Hann er nú í ivðræðum við bandaríska milljarðamæringinn John Textor.

„Ef góð tilboð berast þá verður félagið að skoða þau. Fjárhagsstaðan er orðin betri en hún hefur þó ekki verið leyst. Ég vil ekki selja neinn leikmann á þessari stundu en það þýðir þó ekki að enginn verði seldur," segir Dyche.

Everton tapaði 3-0 gegn Brighton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og mun mæta Tottenham um helgina.
Athugasemdir
banner
banner