Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fös 23. ágúst 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn um frestunina: Fagna því að menn hafi lært af mistökum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Leik KR og Víkings sem átti að fara fram á mánudaginn var frestað til 13. september vegna leikja Víkings gegn Santa Coloma í Sambandsdeildinni.


Breiðablik var í sömu stöðu á síðustu leiktíð en þá var ekki hægt að fresta leik liðsins. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þáverandi þjálfari Breiðabliks og núverandi þjálfari KR, var spurður út í frestunina eftir tap liðsins gegn HK í gær.

„Ég met þetta svo að þetta sé hið besta mál. Mér finnst gott að menn hafi lært af mistökunum frá því í fyrra. Það væri mjög skrítið ef ég væri fúll yfir því að menn gerðu betur en þeir gerðu í fyrra. Ég unni Víkingum þess alveg það frí sem við fengum ekki í fyrra," sagði Óskar Hrafn.

„Við höfum hins vegar ekkert um þetta að segja, KSÍ ákvað þetta bara eitt og sér. Mótið er sett upp í ár fyrir lið sem fer í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Ég fagna því að menn hafi lært af þeim mistökum sem voru gerð í fyrra þegar Breiðablik fékk litla hjálp í mjög erfiðu prógrammi."

Víkingur vann fyrri leikinn gegn Santa Coloma í gær 5-0 og getur fátt komið í veg fyrir að liðið komist í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.


Óskar Hrafn: Fengum högg og stóðum ekki upp eftir það
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner