Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fös 23. ágúst 2024 10:41
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu vandræðalegt klúður leikmanns Chelsea - „Er þetta grín?“
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Chelsea á Stamford Bridge bauluðu á lið sitt í hálfleik í leiknum gegn Servette frá Sviss í umspili Sambandsdeildarinnar. Staðan var þá markalaus en Chelsea vann 2-0 með mörkum Christopher Nkunku og Noni Madueke í seinni hállfeik.

Hinn átján ára gamli Marc Guiu klúðraði ótrúlegu færi fyrir opnu marki í leiknum. Skiljanlega spurði einn stuðningsmaður Chelsea hvort þetta væri hreinlega grín?

Guiu er ungur Spánverji sem kom frá Barcelona en það er með hreinum ólíkindum að hann hafi ekki skorað sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í gær.

Það er furðulegt andrúmsloft hjá Chelsea og eftir leikinn var stjórinn Enzo Maresca spurður út í viðbrögð stuðningsmanna í hálfleiknum.

„Ég get skilið viðbrögðin en mikilvægast var að vinna. Við gerðum níu breytingar og héldum markinu hreinu," sagði Maresca.


Athugasemdir
banner
banner
banner