Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fös 23. ágúst 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Slot ánægður með viðbrögð Quansah
Jarell Quansah er tæpur fyrir leikinn um helgina.
Jarell Quansah er tæpur fyrir leikinn um helgina.
Mynd: Getty Images
Arne Slot.
Arne Slot.
Mynd: EPA
Arne Slot, stjóri Liverpool, segir að það séu engin vandamál með Jarell Quansah eftir að varnarmaðurinn ungi var tekinn af velli í hálfleik gegn Ipswich í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildinni.

Slot sendin Ibrahima Konate inn og það hjálpaði Liverpool að vinna nýliðana.

„Ég ræddi við Quansah strax eftir leikinn og svo aftur daginn eftir, á sunnudeginum. Eftir það spjall bað hann um að fá að æfa, í venjulegum kringumstæðum átti hann að vera í endurheimt en hann vildi æfa. Hans viðbrögð hafa verið eins og viðbrögð allra leikmanna eiga að vera," segir Slot.

Quansah gæti átt erfitt með að vinna sér inn byrjunarliðssæti en hann er tæpur fyrir næsta leik Liverpool, heimaleik gegn Brentford á sunnudag.

„Því miður varð hann svo fyrir einhverjum meiðslum á þriðjudaginn og gat ekki æft. Sjáum til hvort hann geti æft í dag," segir Slot.

Slot segir að lið Liverpool hafi verið að tapa of mörgum návígum í fyrri hálfleik gegn Ipswich, það eigi við um allt liðið en ekki bara Quansah.

„Hann tapaði einum eða tveimur mikilvægum návígum. Við sem lið töpuðum of mörgum návígum. Ég sagði það líka við liðið daginn eftir leikinn, þetta snerist ekki um Quansah heldur að við sem lið gerðum ekki nægilega vel."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 3 3 0 0 9 2 +7 9
2 Liverpool 3 3 0 0 7 0 +7 9
3 Brighton 3 2 1 0 6 2 +4 7
4 Arsenal 3 2 1 0 5 1 +4 7
5 Newcastle 3 2 1 0 4 2 +2 7
6 Brentford 3 2 0 1 5 4 +1 6
7 Aston Villa 3 2 0 1 4 4 0 6
8 Bournemouth 3 1 2 0 5 4 +1 5
9 Nott. Forest 3 1 2 0 3 2 +1 5
10 Tottenham 3 1 1 1 6 3 +3 4
11 Chelsea 3 1 1 1 7 5 +2 4
12 Fulham 3 1 1 1 3 3 0 4
13 West Ham 3 1 0 2 4 5 -1 3
14 Man Utd 3 1 0 2 2 5 -3 3
15 Leicester 3 0 1 2 3 5 -2 1
16 Crystal Palace 3 0 1 2 2 5 -3 1
17 Ipswich Town 3 0 1 2 2 7 -5 1
18 Wolves 3 0 1 2 3 9 -6 1
19 Southampton 3 0 0 3 1 5 -4 0
20 Everton 3 0 0 3 2 10 -8 0
Athugasemdir
banner
banner